Megaherz
Members
Members
Members
Members
Members

Um Megaherz

Meðlimir

Söngur: Mathias Eisholz
Bassi: Wenz
Gítar: Christian "X-tian" Bystron
Gítar: Olli Pohl
Trommur: Jürgen Schlachter

Útgefið efni

Smáskífur: Gottsein(1997), Giebestöter(1998), Rock Me Amadeus(1998), Freflug(1999), Himmelfahrt(2000), Querschnitt(2001), Freiflug DVD(2001)
Plötur: Wer bist du(1997), Kopfschuss(1998), Himmelfahrt(2000), Herzwerk[rereleased](2002), Herzwerk(2002)

Samantekt

Megaherz var stofnað árið 1993. Þeir voru staðráðnir í því að þeim tækist að búa til harða tónlist með þýskum texta án þess að hljóma eins og þýsk nýbylgjutónlist.

Undir áhrifum frá hljómsveitum eins og Megadeath og Wilderecker Herzbuben ákváðu þeir að eina góða nafnið fyrir hljómsveitina væri Megaherz.

Árið 1995 leit dagsins ljós þeirra fyrsta útgáfa, Herzweirk. Þeir höfðu áhyggjur af því hvernig Herzweirk yrði tekið en þær áhyggjur voru óþarfar því disknum var tekið fagnandi þó svo að aðeins væri um demo að ræða. Árið 1997 gáfu þeir síðan út sína fyrstu breiðskífu, Wer bist du, sem seldist í ríflega 16.000 eintökum. Megaherz höfðu þá verið á samning hjá plötuútgáfunni Golden Core frá árinu 1996. Um haustið 1997 fóru Megaherz að túra í kjölfar Wer bist du og vöktu þeir mikla athygli á tónleikahátíðum í þýskumælandi löndum, á meðan fyrsti singullinn þeirra, Gott sein var að gera það gott á útvarpstöðvum þarlendis. Í lok ársins 1998 sneru Megaherz aftur í studio og fóru að vinna að sinni annari plötu, Kopfschuss.

Þegar Kopfschuss kom út stækkaði aðdáendahópur Megaherz til muna. Platan seldist í 25.000 eintökum og lög eins og Miststück, Herz Aus Stein, Freiflug og Kopfschuss náðu miklum vinsældum og fengu mikla útvarpsspilun. Fóru þeir einnig að vekja athygli á sér erlendis og túruðu með hljómsveitum á borð við HIM og Motörhead. Fyrsti singullinn af plötunni, Freiflug komst í sjöunda sæti vinsældarlista útvarpstöðva, en myndbandið við það lag náði öðru sæti á vinsældarlistum tónlistarsjónvarpstöðva í Þýskalandi.

Í maí árið 1999 Fór hljómsveitin einu sinni enn í stúdíó í Bavaría til að gera þeirra nýjasta verk, "Himmelfahrt"! heiðarlegt beint rokk var áætlað, sem hægt væri að taka á sviði, og myndi bjóða aðdáendum þýskumælandi rokkhljómsveita eins og Megaherz: hreinan, skiljanlegan boðskap sem allir gætu skapað sína eigin skoðun á.

Aðalmarkmið Megaherzaranna hefur alltaf verið og er enn að fjarlægja tungumálalegum og geðheilum hindrunum og að hjálpa þýsku harðrokk -popp sem var til í endan á 10. áratugnum, koma því á evrópumarkað á árþúsundamótunum.


Heimildir: http://megaherz.ewebs.at/diskographie.php; http://de.wikipedia.org/wiki/Megaherz